Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Kiddi Kjærnested: Margar svefnlausar nætur
Kristinn Kjærnested.
Kristinn Kjærnested.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það reksturinn geti verið erfiður hjá félaginu. Kristinn talaði um þetta í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net í vikunni.

„Þetta er alltaf ströggl og það eru margar svefnlausar nætur. Það verður að segja eins og er," sagði Kristinn.

„Við treystum á samstarfsaðila og áhorfendur. Það er mikilvægt að þeir mæti á völlinn. Við erum með öflugan KR-klúbb og þetta helst allt í hendur."

Íþróttasamböndin að ná í styrktaraðila
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var líka á meðal viðmælenda í þættinum. Eru svefnlausar nætur hjá honum eins og Kristni?

„Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að næturnar eru ekki alveg svefnlausar. Ég er hins vegar sammála því að þetta verður erfiðara. Tekjur af áhorfendum á leikjum eru að lækka miðað við heildarveltuna. Síðasta ár var sérstaklega slæmt þar. Við misstum 24 þúsund áhorfendur í Pepsi-deildinni og það munar um það."

„Það er líka orðið erfiðara að láta þessa styrktarsamninga halda í við aukin kostnað. Íþróttasamböndin eru farin að koma hressilega inn á þennan markað. Stóru fyrirtækin eru farin að styrkja þau meira beint en áður fyrr. Mér finnst fyrirtækin þá vera að fara frá þessari grasrót því að þetta er allt öðruvísi rekstur. Ég hef svolitlar áhyggjur af því en við hljótum að ná vopnum í því eins og öðru."


Hér að neðan má sjá umræðuna úr sjónvarpsþættinum en þar er rætt um það hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla.
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Athugasemdir
banner
banner
banner