þri 28. febrúar 2017 12:23
Elvar Geir Magnússon
Klopp með verra hlutfall en Moyes hafði hjá Man Utd
Spjót farin að beinast að Klopp.
Spjót farin að beinast að Klopp.
Mynd: Getty Images
Eftir góða byrjun á tímabilinu er Liverpool í frjálsu falli á árinu 2017. Rauði herinn hefur aðeins unnið tvo af tólf leikjum sínum í öllum keppnum og fallið úr báðum bikarkeppnunum.

Skyndilega er Jurgen Klopp, sem hefur verið nánast ósnertanlegur hingað til, farinn að fá mikla gagnrýni í fyrsta sinn síðan hann tók við liðinu í október 2015.

Það eru ákveðnir tölfræðiþættir sem líta vægast sagt illa út fyrir Klopp.

Klopp er með verra sigurhlutfall en David Moyes hafði hjá Manchester United. Ráðning Moyes hefur verið skráð sem ein versta stjóraráðning hjá stórliði á Englandi.

Í 87 leikjum sem stjóri Liverpool í öllum keppnum hefur Þjóðverjinn unnið 42 (25 jafntefli og 20 töp) á meðan Moyes vann 27 af 51 leik (9 jafntefli og 15 töp).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner