Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2017 11:54
Elvar Geir Magnússon
Koeman: Rooney myndi gera Everton öflugra
Rooney aftur til Everton?
Rooney aftur til Everton?
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur opnað dyrnar fyrir endurkomu Wayne Rooney á Goodison Park. Rooney var hjá Everton í æsku en honum hefur gengið illa að vinna sér inn fast sæti hjá Manchester United undir stjórn Jose Mourinho.

Rooney er orðinn 31 árs og hefur verið orðaður við félög í Kína. Hann gaf frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem hann gaf það út að hann yrði áfram á Old Trafford.

En framtíð hans er enn í óvissu og margir reikna með því að hann kveðji Rauðu djöflana í sumar.

„Ég tel að Wayne Rooney hafi enn það sem þarf til að spila í sterkri deild. Hann á enn tvö til þrjú ár eftir í þessum styrkleika. Ég veit ekki hvað hann gerir eftir tímabilið en ég er á þeirri skoðun að hann myndi styrkja Everton," segir Koeman.

„Þetta veltur á því hvað leikmaðurinn og Manchester United vilja gera. Við höfum engin áhrif á það. En allir leikmenn sem geta styrkt Everton eru velkomnir heingað."

Rooney byrjaði í yngri flokkum Everton níu ára gamall og vann sér svo inn sæti í aðalliðinu sextán ára. 2002 varð hann yngsti markaskorari Everton með því að skora tvö mörk gegn Wrexham í bikarleik. Hann skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark nokkrum dögum síðar, sigurmark gegn Arsenal rétt fyrir leikslok. Það kom fimm dögum fyrir sautján ára afmælisdag hans.

Steve Walsh, yfirmaður fótboltamála hjá Everton, segir að það liggi í augum uppi að Everton muni reyna að fá Rooney ef hann verður fáanlegur.

„Rooney er einn besti leikmaður sem spilað hefur leikinn á Englandi og það yrði bara rangt hjá okkur að sýna ekki áhuga," segir Walsh.
Athugasemdir
banner
banner