Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2017 14:59
Elvar Geir Magnússon
Pogba varð fyrir barðinu á reiðum stuðningsmönnum
Reiðir stuðningsmenn létu Pogba heyra það.
Reiðir stuðningsmenn létu Pogba heyra það.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hjá Manchester United var sakaður um að sýna óvirðingu þegar hann fór út að borða á mánudagskvöld.

Samkvæmt frétt The Sun var lögreglan kölluð út á indverskan veitingastað í Manchester þar sem reiðir stuðningsmenn réðust að Pogba í kjölfar þess að hann neitaði að veita eiginhandaráritanir. Sagt er að diski hafi verið kastað að honum.

Samkvæmt fréttinni var Pogba í rólegheitum að borða með vinum sínum og neitaði kurteisislega að veita eiginhandaráritanir til hóps af stuðningsmönnum United sem voru einnig að borða á veitingastaðnum.

Þessi höfnun lagðist ekki vel í hópinn sem er sagður hafa látið leikmanninn heyra það og sakað hann um að sýna óvirðingu.

Starfsfólkið á veitingastaðnum hringdi í lögregluna þegar Pogba var innikróaður úti í horni. Þessi atburðarás var öll á enda þegar lögreglan mætti á staðinn.

Pogba gekk aftur í raðir United síðasta sumar eftir fjögur ár hjá Juventus fyrir metfé. Hann varð deildabikarmeistari með sínu liði á sunnudaginn. Franski landsliðsmaðurinn, 23 ára, hefur skorað sjö mörk og átt fimm stoðsendingar á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner