Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. febrúar 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
Ranieri stefnir á endurkomu í ensku úrvalsdeildina
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, sem var nýlega rekinn frá Englandsmeisturum Leicester City, hefur áhuga á að þjálfa aftur í ensku úrvalsdeildinni ef marka má orð umboðsmanns hans Steve Kutner.

„Það hefur nú þegar borið á áhuga frá bæði Ítalíu og Kína um að fá Ranieri, en hans forgangsatriði er að þjálfa aftur í Ensku úrvalsdeildinni um leið og það opnast tækifæri fyrir hann að gera það." sagði Kutner sem er umboðsmaður Claudio Ranieri.

Ranieri virðist vera búinn að pakka niður og kveðja alla sem og heimili sitt í Leicester en hann er sem staddur í Rómarborg með fjölskyldu sinni. Þá fór hann með barnabörn sín í dýragarð í gær.
Athugasemdir
banner
banner