Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2017 19:10
Þorsteinn Haukur Harðarson
Roy Hodgson sagður hafa fundað með stjórn Leicester
Roy Hodgson gæti snúið aftur í enska boltann
Roy Hodgson gæti snúið aftur í enska boltann
Mynd: Veraldarvefurinn
Roy Hodgson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, þykir nú líklegastur til að taka við stjórnartaumunum hjá enska liðinu Leicester City.

Claudio Ranieri var eins og kunnugt er rekinn frá liðinu á dögunum eftir að hafa ekki náð að fylgja eftir góðu gengi á síðasta tímabili.

Craig Shakespeare, sem var aðstoðarþjálfari Ranieri hjá liðinu, tók tímabundið við og stýrði liðinu til sigurs gegn Liverpool í gær.

Hodgson er sagður hafa hitt forráðamenn félagsins á leynifundi og í kjölfarið þykir hinn 69 ára gamli þjálfari líklegur til að taka við starfinu.

Roy Hodgson hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með enska landsliðið eftir tap gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner