Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. febrúar 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að leikmenn standi með Paulo Sousa
Paulo Sousa.
Paulo Sousa.
Mynd: Getty Images
„Við erum allir í þessu saman," segir Riccardo Saponara, miðjumaður Fiorentina, um stöðu þjálfarans Paulo Sousa.

Illa hefur gengið hjá Fiorentina að undanförnu. Liðið hefur tapað niður tveggja marka forystum síðustu tvo leiki og fallið úr leik í Evrópudeildinni.

Í gær missti liðið niður forystu gegn Torino en leikurinn endaði með jafntefli 2-2.

„Við erum vonsviknir því við vorum með leikinn í okkar höndum og þetta hefðu verið þrjú mikilvæg stig. Við erum allir í þessu saman og erum tilbúnir að leggja okkur fram fyrir stjórann," segir Saponara.

„Við erum alltaf í myndbandaherberginu að skoða andstæðingana. Við gerðum mistök í þessum leik en það vantaði ekkert upp á framlagið."

Fiorentina er í áttunda sæti, níu stigum frá Evrópusæti. Slök mæting var á leikinn í gær en margir stuðningsmenn sátu heima svekktir með árangur liðsins að undanförnu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner