Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. febrúar 2017 21:30
Þorsteinn Haukur Harðarson
Snéri aftur um ári eftir að hafa greinst með krabbamein
Marco Russ snéri aftur á völlinn í kvöld.
Marco Russ snéri aftur á völlinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Marco Russ, leikmaður Eintract Frankfurt, kom inn á sem varamaður þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Armenia Bielefeld í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld.

Það þykir afar merkilegt í ljósi þess að einungis er tæpt ár síðan Russ greindist með krabbamein í eistunum.

Í maí í fyrra féll Russ á lyfjaprófi þegar nCG hormón fannst í lífsýni hans. Hormónið finnst í sterum en getur líka myndast í líkamanum þegar fólk fær krabbamein.

Eftir rannsóknir kom í ljós að Russ var með krabbamein sem hélt honum utan vallar þar til í kvöld. Þegar krabbameinið fannst fór hann í vel heppnaða aðgerð og sigraðist hann í kjölfarið á meininu.

Frankfurt vann leikinn 1-0 í kvöld og er komið í undanúrslit.

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Arminia Bielefeld
1-0 Danny Blum ('6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner