Arnór Sveinn Aðalsteinsson, bakvörður Breiðabliks, var á skotskónum í dag þegar liðið lagði FH í Lengjubikarnum.
,,Þetta var mikil barátta. Við vorum mjög skipulagðir og spiluðum góðan varnarleik. Mér fannst við vera mjög fókuseraðir allan leikinn", sagði Arnór Sveinn.
Arnór er búinn að skora fjögur mörk í tveim leikjum gegn FH í vetur.
,,Já þetta eru mestmegnis víti held ég. Það er kannski auðveldara að skora úr þeim heldur en opnum leik".
Umræðan um félagsskipti Kristjáns Flóka Finnbogasonar í vikunni fór ekki framhjá neinum sem fylgist með íslenskum fótbolta. Var það mál eitthvað rætt í undirbúningi leiksins?
,,Já það var aðeins minnst á það en í öllum leikjum þarftu að hafa einbeitingu á leiknum og það sem gerist utan vallar er eitthvað sem getur haft neikvæð áhrif á einbeitinguna. Við sjáum ekki um nein mál utan vallar. sagði markaskorarinn Arnór Sveinn.
Athugasemdir