Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. mars 2015 17:50
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Gummi Tóta líklega inn í A-landsliðið
Aron Einar og Eiður ekki með í Eistlandi
Icelandair
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson verður líklega kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Eistlandi á þriðjudag.

Þetta sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, eftir sigurinn gegn Kasakstan í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson fær frí frá þeim leik til að hitta nýfæddan son auk þess sem magavandamál hafa verið að hrjá hann.

Þá verður Eiður Smári Guðjohnsen ekki með en hann á von á barni.

Líklegt er að fleiri breytingar verði gerðar á hópnum en ekki er búið að tilkynna þær sem stendur.

„Menn voru hálftæpir í kvöld svo við skoðum það betur í kvöld og á fyrramálið hvort við þurfum að kalla einhverja fleiri til Eistlands," sagði Heimir.

Guðmundur Þórarinsson leikur með Nordsjælland í Danmörku en þessi ungi leikni miðjumaður á tvo A-landsleiki að baki.

Athugasemdir
banner
banner