Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 28. mars 2015 13:52
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar: Blikar ekki í vandræðum með FH
Arnór Sveinn, fyrir miðju, sýndi mikið öryggi á vítapunktinum í dag
Arnór Sveinn, fyrir miðju, sýndi mikið öryggi á vítapunktinum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3-0 FH
1-0 Davíð Kristján Ólafsson (´8)
2-0 Arnór Sveinn Aðalsteinsson, víti (´35)
3-0 Arnór Sveinn Aðalsteinsson, víti ('79)
Rautt spjald: Pétur Viðarsson, FH (´35)

Breiðablik og FH mættust í hádeginu í Lengjubikarnum en þessi lið hafa verið mikið í fréttum undanfarið vegna félagsskipta Kristjáns Flóka Finnbogasonar.

Kristján Flóki var ekki í leikmannahópi FH í dag en Blikar tóku snemma öll völd á vellinum og héldu þeim allan leikinn.

Davíð Kristján Ólafsson kom Blikum í 1-0 strax á áttundu mínútu. Eftir rúmlega hálftíma leik gerði Pétur Viðarsson sig sekan um slæm mistök í vörn FH. Hann var verðlaunaður fyrir það með rauðu spjaldi og vítaspyrnu sem Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði úr.

Arnór Sveinn fékk aftur tækifærið á vítapunktinum á 79.mínútu eftir að Kassim Doumbia gerðist brotlegur innan teigs. Arnóri brást ekki bogalistin frekar en í fyrra skiptið og tryggði Blikum verðskuldaðan sigur.
Athugasemdir
banner
banner