Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 28. mars 2015 23:39
Magnús Már Einarsson
Pablo Punyed spilaði á móti Argentínu
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar, kom við sögu þegar Argentína sigraði El Salvador 2-0 í vináttuleik í kvöld.

Pablo kom inn á sem varamaður í liði El Salvador á 76. mínútu leiksins.

Hann var í fyrsta skipti valinn í landslið El Salvador í fyrra eftir góða frammistöðu með Stjörnunni.

Lionel Messi var hvíldur í liði Argentínu í kvöld sem og Sergio Aguero og Javier Mascherano. Þrátt fyrir það fékk Pablo að eiga við nokkrar stjörnur í argentínska liðinu.

Federico Mancuello skoraði síðara mark Argentínu en það fyrra var sjálfsmark.

Byrjunarlið Argentínu: Guzman; Zabaleta, Musacchio, Funes Mori, Orban; Pereyra, Banega; Di Maria Lavezzi, Tevez; Higuain.
Athugasemdir
banner
banner
banner