lau 28. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Rooney: Önnur lið hræðast England
Wayne Rooney fagnar marki sínu í gær.
Wayne Rooney fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, landsliðsfyrirliði Englands, segir að önnur lið í Evrópu séu farin að hræðast enska landsliðið.

England vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Litháen í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi og er liðið með fullt hús stiga í riðli sínum. Englendingar hafa unnið alla sjö leiki sína frá því á heimsmeistaramótinu 2014, en þar datt liðið út í riðlakeppninni.

,,Mér finnst við hafa spilað frábærlega eftir HM," sagði Rooney við ITV Sport.

,,Við höfum unnið virkilega góða sigra, við erum að skora mörk og það er mikil orka í liðinu."

,,Við erum að spila af miklum krafti og ég held að mörg lið í Evrópu muni horfa á þetta lið og óttast okkur."


Athugasemdir
banner
banner