Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. mars 2015 13:00
Arnar Geir Halldórsson
Schmeichel: Zlatan fæddur til að spila fyrir Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Danska Man Utd goðsögnin, Peter Schmeichel, hvetur félagið til að kaupa Zlatan Ibrahimovic og segir hann vera fæddan fyrir Man Utd.

Zlatan hefur reglulega verið orðaður við stærstu lið enska boltans en þessi 33 ára galdramaður hefur gert garðinn frægan í Hollandi, á Ítalíu, á Spáni og nú í Frakklandi.

Schmeichel var í viðtali við franska dagblaðið L´Equipe þar sem hann talaði um að Zlatan ætti að feta í fótspor David Beckham og Eric Cantona á Old Trafford.

,,Það sem hann gerir fyrir PSG er ótrúlegt. Hann gefur liðinu svo mikið. Þarna fer maður sem getur tekið ábyrgð".

,,Það voru sögusagnir um hann og Man Utd síðasta sumar og þá sagði ég hann væri gerður fyrir Man Utd, hann er fæddur til að spila þar",
sagði Schmeichel

,,Afhverju var Cantona svona frábær hjá Man Utd en ekki hjá Leeds og Frakklandi? Af því að þetta er Man Utd. Hjá Man Utd fá leikmenn frelsi en þurfa líka að vera ábyrgir. Það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvað þú gerir svo lengi sem þú stendur þig á vellinum og gefur af þér þar. Ef þú virðir það ekki ertu látinn fara",

,,Þú getur haft hvaða persónuleika sem er. Sjáðu Beckham og Cantona. Þeir blómstruðu hjá Man Utd. Það eru hundruðir leikmanna sem reyna að herma eftir þeim en þeir hafa ekki nógu sterkan persónuleika og þess vegna mistekst þeim,"
sagði Schmeichel að lokum.

PSG er í hörkubaráttu á toppi frönsku deildarinnar en liðið endurheimti toppsætið fyrir landsleikjahléið.

Talið er ljóst að Louis van Gaal, stjórt Man Utd, muni reyna að styrkja sóknarlínuna í sumar en félagið hyggst ekki kaupa Radamel Falcao frá Monaco.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner