Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. mars 2015 21:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Undankeppni EM: Dzeko skoraði þrennu - Belgía vann stórt
Fellaini skoraði tvö í dag.
Fellaini skoraði tvö í dag.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var að ljúka í Undankeppni EM.

Andorra réði ekki við Edin Dzeko, leikmann Manchester City er liðið fékk Bosníu í heimsókn. Leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu þar sem Dzeko skoraði öll mörk liðsins.

Belgía fór svo auðveldlega með Kýpur á heimavelli ´sinum en Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United skoraði tvö mörk, Edin Hazard og Christian Benteke skoruðu sitt markið hvor áður en Michy Batshuayi tryggði 5-0 sigur.

Búlgaría fékk svo Ítali í heimsókn þar sem sjálfsmark frá Yordan Minev skoraði sjálfsmark alveg í byrjun og kom Ítölum yfir. Búlgarar svöruðu hins vegar með tveimur mörkum á aðeins sex mínútum og komust yfir áður en Eder bjargaði stigi fyrir Ítali undir lokin.

Andorra 0 - 3 Bosnía
0-1 Edin Dzeko ('13)
0-2 Edin Dzeko ('49)
0-3 Edin Dzeko ('62)

Belgía 5 - 0 Kýpur
1-0 Marouane Fellaini ('21)
2-0 Christian Benteke ('35)
3-0 Marouane Fellaini ('66)
4-0 Edin Hazard ('67)
5-0 Michy Batshuayi ('80)

Búlgaría 2 - 2 Ítalía
0-1 Yordan Minev - Sjálfsmark ('3)
1-1 Ivelin Popov ('11)
2-1 Ilian Micanski ('17)
2-2 Eder ('84)
Athugasemdir
banner
banner