Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. mars 2015 21:44
Jóhann Ingi Hafþórsson
Undankeppni EM: Holland bjargaði jafntefli í lokin gegn Tyrkjum
Wesley Sneijder bjargaði stigi fyrir Holland.
Wesley Sneijder bjargaði stigi fyrir Holland.
Mynd: Getty Images
0-1 Burak Ylmaz ('37)
1-1 Wesley Sneijder ('90)

Holland fékk Tyrkland í heimsókn í undankeppni EM í kvöld en leikurinn gat orðið mjög mikilvægur íslenska liðinu en bæði liðin freista þess að ná öðru sætinu.

Holland var mikið mun meira með boltan án þess þó að skapa mikið af færum og það voru gestirnir sem komust yfir eftir 37 mínútur.

Burak Ylmaz skoraði þá með skoti sem fór í Bruno Martins Indi og í markið. Þannig var staðan í hálfleik.

Allt leit út fyrir að Tyrkir færu með mjög mikilvægan sigur á hólmi en Wesley Sneijder tókst að jafna í blálokin fyrir Hollendinga og 1-1 urðu lokatölur.

Úrslitin verða að teljast góð fyrir Ísland en Hollendingar eru nú fimm stigum á eftir Íslandi og Tyrkir sex.
Athugasemdir
banner
banner
banner