Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 28. mars 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Íragrýlan
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Landsliðið býr sig undir leikinn í Dublin.
Landsliðið býr sig undir leikinn í Dublin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson hress á æfingu í gær.
Heimir Hallgrímsson hress á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur aldrei náð að leggja Írland á fótboltavellinum. Vonandi verður breyting á því í kvöld þegar liðin eigast við hér í Dublin.

Sjö viðureignir hafa farið milli þessara þjóða. Tveir leikir hafa endað með jafntefli en fimm hafa tapast.

Fyrst léku liðin vináttulandsleik í Reykjavík 1958. Ísland tapaði þar 2-3 þrátt fyrir að hafa leikmenn eins og Ríkharð Jónsson og Albert Guðmundsson í sínu liði.

Liðin voru saman í riðli í undankeppninni fyrir HM 1998 og endaði leikurinn í Írlandi með markalausu jafntefli.

Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði Íslands í 2-4 tapi á Laugardalsvelli í september 1997. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson skoruðu mörk Íslands.

Ég bið þá afsökunar sem vildu ekki rifja þann leik upp en varnarleikur íslenska liðsins í leiknum var oft á tíðum ansi kjánalegur eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Vonandi fáum við ekki svona slysaleg mistök frá okkar mönnum í kvöld!

Hinn granítharði Roy Keane, sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Íra í dag, skoraði tvívegis í leiknum. Ekki má gleyma því að Keane fór í viðræður við þá Þóri Hákonarson og Geir Þorsteinsson um að taka mögulega við íslenska landsliðinu áður en Lars okkar Lagerback var ráðinn.

Þó að um vináttulandsleik sé að ræða er hægt að búast við fjöri í kvöld. Hér eru nokkur rök fyrir því:

- Írland er í 24. sæti heimslistans, sæti neðar en Ísland.
- Heimir Hallgríms reiknar með meiri hörku en í hefðbundnum vináttulandsleikjum og segir það jákvætt enda undirbúningur fyrir leik gegn Króatíu farinn af stað.
- Breiddin í íslenska landsliðinu er að aukast og menn eru æstir í að sanna sig.
- Yngsti leikmaður hópsins, Óttar Magnús Karlsson, fær líklega tækifærið en hann er enn löglegur með U21 landsliðinu.
- Fótboltaáhugamenn á Bretlandseyjum kunna að búa til stuð.
- Ísland á möguleika á að vinna Írland í fyrsta sinn.

Flautað verður til leiks 18;45 að íslenskum tíma í kvöld. Góða skemmtun!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner