Jóhann Berg Guðmundsson var valinn besti leikmaður Íslands í 3-1 tapinu gegn Perú. Hann fór af velli vegna meiðsla í seinni hálfleik en þau meiðsli eru ekki alvarleg.
„Ég fékk högg á hnéskelina en vonandi verður þetta allt í lagi. Þetta er orðið gott núna svo ég held að þetta verði nokkuð gott," sagði Jóhann Berg strax eftir leik.
Perú var einfaldlega betra liðið í leiknum.
„Algjörlega. Eftir fimmtán mínútur komumst við aðeins inn í þetta en þeir voru betri en við. Fyrsta markið var mjög klaufalegt. Við eigum að gera betur í föstum leikatriðum, annað markið var líka hálf klaufalegt og það var heppnisstimpill yfir þriðja markinu," sagði Jóhann en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir