Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 28. apríl 2015 14:30
Magnús Már Einarsson
Félag Grétars Rafns í samstarf við Úsbeka
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska félagið Fleetwood Town hefur gengið frá samstarfs samningi við Lokomotiv Tashkent í Úsbekistan.

Grétar Rafn Steinsson er yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town.

Hluti af samstarfinu gengur út á að ungir leikmenn frá Úsbekistan fá að koma til Englands og æfa með Fleetwood.

Þá mun enska félagið fara í æfingaferð til Úsbekistan sumarið 2016.

Fleetwood er í ensku C-deildinni í dag eftir að hafa verið í níundu efstu deild árið 2005. Lokomotiv varð bikarmeistari í Úsbekistan í fyrra eftir að hafa verið stofnað árið 2002.
Athugasemdir
banner
banner