þri 28. apríl 2015 11:03
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Fylkir biður um að leiknum gegn Blikum verði frestað
Frá Fylkisvelli.
Frá Fylkisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir hefur sent inn beiðni til KSÍ um að leik liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð verði frestað. Leikurinn er settur á næsta sunnudagskvöld.

Þetta segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, við vefmiðilinn 433.is.

Fylkisvöllur er ekki tilbúinn og Breiðablik er ekki tilbúið að skipta á heimaleikjum því Kópavogsvöllur ku ekki heldur vera alveg klár í slaginn.

Ásgeir segir að Fylkismenn séu ekki klárir í að spila sína heimaleiki í Kórnum eða á gervigrasinu í Laugardal.

„Það eru áætlaðir sjö leikir á Fylkisvelli í maí og þetta myndi bara slátra honum," sagði Ásgeir við 433.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner