Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. apríl 2015 14:07
Magnús Már Einarsson
Iker Casillas til Arsenal í sumar?
Casillas hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár.
Casillas hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gæti farið til Arsenal í sumar en spænska sjónvarpsstöðin La Sexta greinir frá þessu.

Hinn 33 ára gamli Casillas hefur misst flugið hjá Rela Madrid undanfarin ár og ekki alltaf átt fast sæti í liðinu.

Sterkur orðrómur er um að Real Madrid reyni að fá David De Gea frá Manchester United í sumar og það markað endalok Casillas hjá félaginu.

Samkvæmt frétt La Sexta er Real Madrid tilbúið að borga upp samning Casillas en hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu.

Arsenal þyrfti því ekki að greiða Spánverjanum jafnmikið í laun til að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner