Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. apríl 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter getur blandað sér í evrópubaráttu
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í ítalska boltanum í kvöld þar sem Udinese tekur á móti Inter.

Leikurinn er sá fyrsti í 33. umferð tímabilsins og gríðarlega mikilvægur fyrir Inter sem getur blandað sér í baráttu um evrópudeildarsæti með sigri.

Udinese siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar og spilar því upp á stoltið eitt.

Inter er hins vegar aðeins fimm stigum frá Sampdoria í evrópudeildarsæti og er búið að næla sér í sjö stig í síðustu þremur leikjum, gegn Roma, Milan og Verona.

Leikur kvöldsins:
18:45 Udinese - Inter
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner