Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. apríl 2015 10:40
Magnús Már Einarsson
Jón Rúnar: Þurfum að halda okkar yngstu leikmönnum lengur
Jón Rúnar á fundinum í dag.
Jón Rúnar á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir nauðsynlegt að halda ungum og efnilegum leikmönnum lengur á Íslandi áður en þeir fara út í atvinnumennsku.

Jón Rúnar var á meðal þeirra sem tóku til máls á fundi Fótbolta.net og VÍB um fjármál í fótbolta í Hörpu í dag.

„Við þurfum að halda okkar yngstu og efnilegustu leikmönnum lengur. Við þurfum að fá þá til að spila í Pepsi-deildinni í 3-4 ár. VIð eigum ekki að selja hráa leikmenn út. Við eigum að selja þá þegar þeir eru tilbúnir," sagði Jón Rúnar.

„Við erum að gefa þá frá okkur þegar þeir eru 16-17 ára. Síðan erum við gagnrýndir fyrir
að gefa ungum leikmönnum ekki tækfifæri. Hverjum eigum við að gefa tækifæri? Þeim sem eru næstbestir eða þriðju bestir?"


Jón Rúnar talaði einnig um að markmið FH-inga sé að fara ennþá lengra í Evrópukeppni á næstu árum og draumurinn sé að komast í riðlakeppni í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni.

„Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að fara lengra. Ár frá ári reynum við að bæta okkur til að komast lengra og vonandi komumst við í riðlakeppnina," sagði Jón Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner