Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 28. apríl 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Nils Skutle: Þetta var eins í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nils Skutle, fyrrum formaður Rosenborg, hélt erindi á fundi sem VÍB og Fótbolti.net stóðu fyrir um fjármál í fótbolta í Hörpunni í morgun.

Rosenborg náði ellefu sinnum að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á árunum 1995 til 2007. Nils telur að íslensk félög geti komist í riðlakeppnina í framtíðinni.

„Íslensku liðin hafa bætt sig síðustu 4-5 árin og komist nær og nær. Stjarnan vann Lech Poznan í fyrra og Hafnarfjörður hefur verið nálægt þessu."

„Þetta var eins í Noregi. Ekkert félag hafði komist í riðlakeppni en síðan kom Rosenborg fram á sjónarsviðið. Þetta var smá heppni í fyrsta skipti en í næsta skipti var engin heppni. Önnur félög fetuðu síðan í fótspor þeirra. Félög þurfa að vinna meira saman en þau gera í dag."


Rosenborg hefur ekki náð sömu hæðum undanfarin ár eftir að velgengni liðsins í Evrópukeppnum lauk árið 2007. Hver er ástæðan?

„Það er löng saga. Ég get komið aftur á næsta ári til að tala um það. Það voru margar ástæður fyrir þessu bæði innan og utan félagsins. Ég get ekki svarað þessu á 10 sekúndum," sagði Nils.

Smelltu hér til að horfa á upptöku af fundinum í morgun
Athugasemdir
banner
banner