Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. apríl 2015 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Nýliðinn - „Pressa að vera í níunni hjá FH"
Þórarinn Ingi er nýliði hjá FH.
Þórarinn Ingi er nýliði hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn kemur frá ÍBV.
Þórarinn kemur frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fótbolti.net hitar upp fyrir Pepsi-deildina með því að kynna liðin í þeirri röð sem þeim er spáð. Meðfram því kynnum við einn nýliða í hverju liði, leikmann sem gekk í raðir þess fyrir tímabilið.

Nafn: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Aldur: 25 ára
Staða: Vinstri vængur
Fyrri félög: ÍBV og Sarpsborg 08

Hvaða væntingar hefur þú til sumarsins hjá liðinu: Væntingarnar eru skýrar hjá mér, gleðja Krikann með titli.

Hvernig finnst þér búningur liðsins: Hvítur er alltaf flottastur.

Í hvernig takkaskóm spilar þú: Adizero

Hvert er þitt helsta afrek sem knattspyrnumaður: Held það sé bara að spila fyrir landsliðið það er ávallt ánægja.

Hefð á leikdegi: Engin föst rútína. Bara hvíla sig vel og borða hollan mat.

Afhverju valdir þú að fara í FH: Ég ákvað að fara í FH því það er félag með mikinn metnað og vilja til að ná langt.

Hvernig hafa fyrstu mánuðir hjá nýju liði verið: Heyrðu þeir hafa verið frábærir. Steiktar týpur í bland við fagmenn. Gerist ekki betra.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði: Auðvelt val fyrir mig. Rauða ljónið hann Yngvi Bor myndi smella vel inn.

Hverju værir þú til í að breyta hjá félaginu: Það er varla hægt að gagnrýna neitt hérna hjá okkur.

Skilaboð til stuðningsmanna: Mæta á völlinn og sýna okkur stuðning, því hann er ávallt mikilvægur. Mafían stendur fyrir sínu og rífur alla hina með sér. Áfram FH!

Þórarinn Ingi gekk til liðs við FH frá ÍBV í vetur. Í sumar leikur hann í treyju númer 9 hjá FH en í þeirri treyju hafa ekki minni spámenn en Hörður Magnússon og Eyjamaðurinn, Tryggvi Guðmundsson leikið í. Hörður er markahæsti leikmaður FH frá upphafi og Tryggvi markahæsti leikmaður efstu deildar.

„Ég veit svosem hverjir hafa leikið í níunni hjá FH. Tryggvi lék í henni um árabil hjá FH og gerði vel og síðan átti Höddi Magg. hana á tímabili og það átti að hengja hana upp en hún hefur fengið að halda sér. Það er pressa og það er mjög gott. Vonandi nær maður að standa undir því," segir Þórarinn Ingi sem ætlaði að vera númer 15 hjá FH í sumar en það breyttist með tilkomu Guðmanns Þórissonar.

„Frekjan, kom heim frá Svíþjóð og mér var hent úr treyjunni. Nían var laus, svo ég hoppaði á hana. Óli búningastjóri sagði að það væri engin pressa að vera númer níu," segir Þórarinn sem vinnur með Tryggva Guðmundssyni sem hefur skotið aðeins á Þórarinn í vinnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner