Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. apríl 2015 14:19
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Páll Olgeir í Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Olgeir Þorsteinsson er kominn í Keflavík en þetta staðfestir Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við 433.is.

Páll Olgeir sem er fæddur 1995 fór á lán til Víkings um miðbik síðasta sumars en samtals lék hann 13 leiki í Pepsi deildinni fyrir Breiðablik og Víking.

Þessi tvítugi kantmaður á 18 landsleiki að baki fyrir U-17 og U-19 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Einnig getur hann spilað fyrir aftan framherjann.

Keflavík á fyrsta leik gegn Víkingum á sunnudag og gæti Páll þar leikið gegn sínum fyrrum samherjum.

Keflvíkingum er spáð áttunda sæti Pepsi-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner