Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. apríl 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Reynir Már í Þór (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Reynir Már Sveinsson hefur gengið til liðs við Þór á Akureyri en hann skrifaði undir hjá félaginu í gærkvöldi.

Reynir Már er uppalinn Fjölnismaður en síðastliðið sumar spilaði hann með Vængjum Júpíters í fjórðu deildinni.

„Reynir er stór og sterkur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum," sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs við Fótbolta.net.

„Hann kemur til með að auka breiddina og veitir jákvæða samkeppni innan liðsins."

Reynir er fæddur árið 1992 en hann spilar oftast á miðjunni. Hann lék þrjá leiki með Fjölni í fyrstu deildinni árið 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner