Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. apríl 2016 07:15
Elvar Geir Magnússon
Auðun Helga: Áhuginn helst í hendur við árangurinn
Auðun Helgason, þjálfari Sindra.
Auðun Helgason, þjálfari Sindra.
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Sindra er spáð 9. sæti í sumar af þjálfurum og fyrirliðum 2. deildarinnar.

Auðun Helgason, fyrrum landsliðsmaður, er þjálfari Sindra og segir hann að þessi spá sé alls ekki óvænt.

„Nei, við höfum misst marga góða leikmenn frá síðasta tímabili og Sindra-liðið er mjög ungt. Þar af leiðandi kemur þessi spá ekkert á óvart," segir Auðun en markmið Sindramanna númer eitt er skýrt.

„Við ætlum okkur að gera betur en í fyrra. Það er aðalmarkmiðið."

Sindri hafnaði í áttunda sæti í fyrra og hyggst liðið styrkja sig fyrir komandi tímabil.

„Já, við eigum von á tveimur erlendum leikmönnum í byrjun maí," segir Auðun en hvernig er fótboltaáhuginn á Höfn í Hornafirði?

„Áhuginn mætti vera meiri en þetta helst oftast í hendur við árangur liðsins og spilamennsku. Við þurfum að byrja á því að spila skemmtilegan fótbolta og vinna leiki. Þá munu Hornfirðingar fjölmenna á völlinn," segir Auðun.

Hvernig heldur hann að deildin í heild muni spilast?

„Ég á von á skemmtilegri og spennandi deild eins og í fyrra. Fyrirfram geri ég ráð fyrir ÍR, KV, Gróttu og Aftureldingu í fyrstu fjórum sætunum. Hin liðin eru nokkuð jöfn og munu eflaust reita stig af hvort öðru."
Athugasemdir
banner
banner
banner