Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 28. apríl 2016 11:33
Elvar Geir Magnússon
Dele Alli ekki meira með á tímabilinu
Dele Alli var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins.
Dele Alli var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Dele Alli, miðjumaður Tottenham, hefur samþykkt ákæru enska knattspyrnusambandsins um ofbeldisfulla hegðun þegar hann kýldi Claudio Yacob, leikmann West Brom, í magann í miðjum leik á mánudag.

Allt bendir til þess að hann fari í þriggja leikja bann og spili því ekki meira á tímabilinu.

Atvikið var ekki í skýrslu dómara en náðist á myndbandsupptöku og var tekið fyrir af aganefnd.

Alli er tvítugur og var daginn fyrir leikinn útnefndur besti ungi leikmaður ársins í deildinni.

Tottenham er sjö stigum á eftir toppliði Leicester þegar þrír leikir eru eftir. Leicester getur innsiglað titilinn með sigri gegn Manchester United á sunnudag.

Uppfært 16:30: Staðfest hefur verið að Dele Alli mun fara í þriggja leikja bann og tekur því ekki frekari þátt þetta tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner