fim 28. apríl 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Guardiola: Ekki góð úrslit
Þessir hafa marga hildina háð
Þessir hafa marga hildina háð
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Bayern Munchen, var svekktur með að hans menn hafi ekki náð að skora gegn Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Atletico komst yfir snemma leiks eftir frábært einstaklingsframtak Saul Niguez. Gestirnir sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks án þess að ná að brjóta varnarmúr Atletico á bak aftur.

„Ég hef áður talað um hversu öflugir þeir eru á fyrstu mínútunum. Þetta voru ekki góð úrslit fyrir okkur því það er alltaf slæmt þegar þú nærð ekki útivallarmarki."

„Við spiluðum mjög vel og fengum nóg af færum til að skora. Ég er ánægður með frammistöðuna."

„Það eru enn 90 mínútur eftir. Við verðum að spila mjög vel í seinni leiknum og vera þolinmóðir. Við þurfum bara eitt mark til að komast í framlengingu,"
sagði Guardiola.

Athugasemdir
banner
banner
banner