Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. apríl 2016 17:39
Magnús Már Einarsson
Johnatan Lama í Huginn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Huginn hefur fengið sóknarmanninn Johnatan Lama til liðs við sig en hann fékk leikheimild með liðinu í dag.

Johnatan er fæddur árið 1993 en hann getur spilað í fremstu stöðunum á vellinum.

Johnatan er frá Bandaríkjunum en hann var áður á mála hjá Dinamo Zagreb í Króatíu auk þess sem hann var um tíma í sérstakri knattspyrnu akademíu Nike.

Huginn sigraði 2. deildina í fyrra en liðinu er spáð tólfta og neðsta sæti í sumar af þjálfurum og fyrirliðum Inkasso-deildarinnar.

Fyrsti leikurinn hjá Huginn í Inkasso-deildinni er gegn Fjarðabyggð laugardaginn 7. maí.
Athugasemdir
banner
banner