Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. apríl 2016 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp kennir Alberto Moreno um markið
Klopp og Moreno á fréttamannafundi fyrir leikinn.
Klopp og Moreno á fréttamannafundi fyrir leikinn.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp var ekki sáttur með að horfa uppá sína menn tapa 1-0 fyrir Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Heimamenn í Villarreal gerðu eina mark leiksins eftir skyndisókn í uppbótartíma og er Klopp langt frá því að vera ánægður með að fá svona heimskulegt mark á sig.

„Auðvitað er ég ekki sáttur með markið sem við fáum á okkur á síðustu sekúndunum. Að fá mark á sig úr skyndisókn á 92. mínútu í stöðunni 0-0 er heimskulegt," sagði Klopp við BT Sport eftir leikinn.

„Þetta var samt bara fyrri leikurinn, þeir eru 1-0 yfir en eiga eftir að koma á Anfield og við vitum alveg hvers við erum megnugir á heimavelli. Þessi viðureign er langt frá því að vera búin."

Klopp sagðist þá ekki vita hvar Alberto Moreno, vinstri bakvörður, hafi verið þegar heimamenn sluppu í gegn og skoruðu sigurmarkið.

„Ég veit ekki hvar Alberto var þegar þeir sluppu í gegn, en það voru einu mistökin sem við gerðum í leiknum og þeir nýttu sér mistökin og skoruðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner