Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 28. apríl 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Lahm kvartar yfir vallaraðstæðum á Vicente Calderon
Lahm í baráttu við Fernando Torres
Lahm í baráttu við Fernando Torres
Mynd: Getty Images
Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, átti erfitt með að skilja hvernig liðinu tókst ekki að skora gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Þjóðverjarnir voru miklu meira með boltann í leiknum en eina mark leiksins skoraði Saul Niguez, miðjumaður Atletico Madrid, á 10.mínútu.

„Við vorum í vandræðum í byrjun en í seinni hálfleiknum sköpuðum við okkur mörg færi. Við bjuggumst ekki við að fá svona mörg færi en því miður tókst okkur ekki að nýta þau," sagði Lahm.

Nokkrir liðsmenn Bayern voru ósáttir með vallaraðstæður á Vicente Calderon og var Lahm einn þeirra sem kvartaði yfir þeim eftir leikinn.

„Völlurinn var alls ekki góður. Það var erfitt að spila boltanum. Í seinni leiknum getum við spilað betri fótbolta," sagði Lahm.

Athugasemdir
banner
banner
banner