banner
   fim 28. apríl 2016 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Mancini: Gæti ekki sagt nei við ítalska landsliðið
Roberto Mancini
Roberto Mancini
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Inter, er einn þeirra sem kemur til greina sem arftaki Antonio Conte hjá ítalska landsliðinu.

Conte mun láta af störfum eftir EM í Frakklandi í sumar og taka við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.

Mancini hefur mikla reynslu úr þjálfun eftir að hafa þjálfað Fiorentina, Lazio, Man City, Galatasaray og Inter en þessi fyrrum ítalski landsliðsmaður viðurkennir að erfitt væri að hafna tilboði frá ítalska knattspyrnusambandinu þó hann sé ánægður í núverandi starfi sínu hjá Inter.

„Það eru ekki allir sem fá tækifæri til að stýra landsliði. Það væri öðruvísi en að stýra félagsliði en ég held að það væri gaman."

„Ef mér yrði boðið það yrði erfitt að segja nei. Þetta er tækifæri sem er ekki hægt að hafna,"
segir Mancini.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner