Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   fim 28. apríl 2016 14:12
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Það verður bara stríð gegn Fylki
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fylkismenn eru harðir. Ég hef séð nokkra leiki með þeim í vetur og þeir líta vel út," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan mætir Fylki á mánudagskvöld í fyrstu umferð í Pepsi-deildarinnar.

„Þetta verður mikil barátta og verður það oft í fyrstu leikjunum. Við verðum að vera tilbúnir að mæta þeim."

Rúnar segir að Jóhann Laxdal sé enn meiddur hjá Stjörnunni en að öðru leyti séu allir heilir og klárir slaginn. Markvörðurinn Duwayne Kerr er þó enn ekki kominn með leikheimild.

„Þetta gengur vonandi í gegn á næstu dögum. Hann er núna í Bandaríkjunum að bíða eftir að fá stimpil, annað er klárt. Ef allt gengur að óskum verður hann kominn fyrir mánudaginn, ef ekki verður að hafa það," segir Rúnar.

Hann staðfestir að Sveinn Sigurður Jóhannesson muni standa í rammanum gegn Fylki verði Kerr ekki kominn með leikheimild. Líklegt sé svo að Sveinn verði lánaður.

Viðtalið við Rúnar var tekið á kynningarfundi Pepsi-deildarinnar og má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar:

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner