fim 28. apríl 2016 10:36
Magnús Már Einarsson
Spænskur miðjumaður í Leikni F. (Staðfest)
Úr leik hjá Leikni Fáskrúðsfirði.
Úr leik hjá Leikni Fáskrúðsfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leiknir Fáskúðsfirði hefur fengið Jose Ruiz í sínar raðir fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar. Hann getur spilað sem vinstri bakvörður eða kantmaður.

Hinn 24 ára gamli Jose er uppalinn hjá Getafe en hann spilaði í vetur með CAP Ciudad de Murcia í spænsku D-deildinni.

Fáskrúðsfirðingar eru að styrkja hóp sinn þessa dagana en í vikunni komu Jonas Westmark og Ignacio Ganoa til félagsins.

Aftur á móti er ljóst að kantmaðurinn Sergio Amella og varnarmaðurinn Julio Rodriguez Martinez verða ekki með liðinu í sumar eins og reiknað hafði verið með. Sergio samdi við Leikni í vetur en Julio hjálpaði liðinu upp í fyrra.

Þá er varnarmaðurinn Alberto Ramón farinn aftur til Spánar eftir að hafa spilað með liðinu í Lengjubikarnum.

Leikni er spáð níunda sæti í Inkasso-deildinni í sumar en Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali í morgun að fjórir nýir leikmenn séu væntanlegir fyrir mót og Jose er einn af þeim.

Komnir:
Adrian Rodriguez frá Spáni
Amir Mehica frá Fjarðabyggð
Ignacio Poveda Ganoa frá Spáni
Jonas Westmark frá Danmörku
Jose Ruiz frá Spáni
Stefano Layeni frá Ítalíu

Farnir:
Bergsteinn Magnússon
Fernando Garcia Castellanos til Spánar
Haraldur Þór Guðmundsson í Fjarðabyggð
Paul Bodgan Nicolescu
Stefano Layeni í Fram
Vignir Daníel Lúðvíksson í Þrótt Vogum
Athugasemdir
banner
banner
banner