Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. apríl 2016 10:25
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Subotic og Vermaelen til Liverpool?
Powerade
Vermaelen er orðaður við Liverpool.
Vermaelen er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Zlatan gæti farið til Arsenal.
Zlatan gæti farið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru komin í gírinn fyrir sumarið og kjaftasögurnar eru margar í dag.



Arsenal ætlar að reyna að fá Zlatan Ibrahimovic þegar samningur hans við PSG rennur út í sumar. (Daily Star)

N'Golo Kante, miðjumaður Leicester, er efstur á óskalista Arsenal í sumar. (Sun)

Kante má fara frá Leicester í sumar, en einungis þó ef að félagið finnur eftirmann hans fyrst. Manchester City og fleiri félög hafa áhuga á Kante. (Daily Mirror)

Manchester United hefur endurvakið áhuga sinn á Toni Kroos, miðjumanni Real Madrid. Það vekur upp spurningar um framtíð Louis van Gaal sem vildi ekki fá Kroos til United á sínum tíma. (Daily Mirrr)

Manchester United ætlar ekki að reyna að fá Mats Hummels varnarmann Dortmund þar sem félagið treystir á Danny Blind eftir góða frammistöðu að undanförnu. (Manchester Evening News)

Barcelona er að íhuga að selja varnarmanninn Marc Bartra á 9,3 milljónir punda en Tottenham, Manchester United og Liverpool hafa áhuga. (Marca)

Barcelona vill líka fá Bernd Leno, markvörð Bayer Leverkusen, til að fylla skarð Marc-Andre ter Stegen sem er líklega á förum. (Marca)

Liverpool hefur lagt fram tilboð í Thomas Vermaelen, varnarmann Barcelona. (Sport)

Neven Subotic, varnarmaður Borussia Dortmund, er líklega á leið til Liverpool í sumar. (Revier Sport)

Christian Eriksen hefur samþykkt nýjan fjögurra samning við Tottenham en hann skrifar undir um leið og Mauricio Pochttino staðfestir að hann verið áfram með liðið. (Squawka)

Fenerbahce ætlar að reyna að fá Baba Rahman frá Chelsea í sumar. (Fanatik)
Juventus ætlar að reyna að kaupa Juan Cuadrado frá Chelsea þegar lánssmningur hans rennur út í sumar. Fiorentina vill líka fá Oscar frá Chelsea. (Daily Mail)

John Stones, varnarmaður Everton, mætti á leik Manchester City og Real Madrid í fyrrakvöld sem ýtir undir orðróm um að hann fari til City í sumar. (Daily Express)

Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, hefur fengið þau skilaboð frá Roy Hodgson að hann verði í byrjunariðinu á EM. (Times)

Riyad Mahrez vill vera áfram hjá Leicester. (Daily Star)

Quique Sanchez Flores, stjóri Watford, er að íhuga að taka við Valencia á nýjan leik. (Times)

Stuðningsmenn Everton vilja fá stórt nafn til að taka við af Roberto Martinez í sumar. Stuðningsmennirnir vilja ekki fá David Moyes aftur til félagsins. (Liverpool Echo)

Mesut Özil er ekki að drífa sig í að skrifa undir nýan samning við Arsenal. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner