banner
   fim 28. apríl 2016 10:56
Magnús Már Einarsson
Þróttur fær tvo unga Englendinga (Staðfest)
Kabongo Tshimanga.
Kabongo Tshimanga.
Mynd: Getty Images
Þróttur hefur fengið tvo unga Englendinga til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.

Um er að ræða þá Callum Brittain og Kabongo Tshimanga en þeir koma frá MK Dons.

Tshimanga er 19 ára framherji frá Kongó en hann hefur spilað með fimm félögum í ensku utandeildunum á láni undanfarin tvö ár. Leikmaðurinn ku vera mjög snöggur.

Brittain er 18 ára gamall en hann getur spilað í vörninni og á miðjunni.

Þrótti er spáð neðsta sæti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið mætir FH í fyrstu umferðinni á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner