fös 28. apríl 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Allardyce: Engin miðvarðarkrísa
Allardyce hefur ekki minnstar áhyggjur af meiðslum miðvarða sinna
Allardyce hefur ekki minnstar áhyggjur af meiðslum miðvarða sinna
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace ítrekar það að það sé engin miðvarðarkrísa hjá félaginu, þrátt fyrir að Mamadou Sakho hafi snúið upp á hné sitt í vikunni.

Sakho þurfti að fara útaf í 1-0 tapinu gegn Tottenham á miðvikudag og er Allardyce óviss um hvort hann muni spila aftur á tímabilinu.

Sakho bætist því við í hóp miðvarðanna James Tomkins og Scott Dann sem spila líklega ekkert meira með félaginu á þessu tímabili.

„Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta krísa hjá Palace og flestum félögum. En ég er með Martin Kelly og Damien Delaney til þess að fylla í þessar stöður. Þeir hafa spilað mikið saman og hafa mikla reynslu," sagði Allardyce.

Crystal Palace er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en félagið er sjö stigum frá fallsæti þegar fjórir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner