banner
   fös 28. apríl 2017 13:04
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Ekki spurning hvort heldur hvenær Elfar kemur
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, reiknar með að Elfar Freyr Helgason leiki með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Elfar fór á láni til Horsens í Danmörku í byrjun árs en hann hefur lítið spilað þar.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar 15. maí en lánssamningur Elfars gildir lengur. Möguleiki er á að hann komi því ekki fyrr en glugginn opnar 15. júlí en Arnar vonar þó að hann nái að koma fyrir 15. maí.

„Ég held að strákurinn vilji koma heim en við stjórnum þessu ekki. Liðið sem hann er með er í bílstjórasætinu og við þurfum að bíða og sjá," sagði Arnar.

„Hann verður ekki kominn fyrir fyrsta leik, það er nokkuð ljóst. Ég held að hann hafi mikinn áhuga á að koma heim. Spurningin er hvenær hann kemur en ekki hvort. Ég held að það sé eiginlega pottþétt að hann komi. Það er bara spurning í hvaða leik hann dettur inn."

Elfar Freyr og Damir Muminovic hafa myndað öflugt miðvarðapar í Kópavogi undanfarin ár. Viktor Örn Margeirsson átti að taka stöðu Elfars en hann hefur verið mikið meiddur og óvíst er hver verður við hlið Damirs í vörninni gegn KA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á mánudag.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner