Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 28. apríl 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 8. sæti
Helgi Þór Jónsson.
Helgi Þór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bryngeir Torfason, þjálfari Víðismanna.
Bryngeir Torfason, þjálfari Víðismanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Víðir 90
9. Sindri 79
10. Höttur 76
11. KV 72
12. Tindastóll 58

8. Víðir Garði
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 3. deild
Víðir Garði endurheimti sæti sitt í 2. deildinni síðastliðið haust. Víðismenn leika í sumar í fyrsta skipti í 2. deildinni síðan árið 2010.

Þjálfarinn: Tommy Nielsen hætti sem þjálfari eftir síðasta tímabil og tók við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Þrótti. Bryngeir Torfason tók við Víðismönnum en hann hefur mikla reynslu úr yngri flokka þjálfun á Íslandi. Bryngeir þjálfaði síðast yngri flokka HK en árið 2008 þjálfaði hann meistaraflokk hjá nágrönnum Víðis í Reyni Sandgerði.

Styrkleikar: Þrír serbneskir leikmenn komu til Víðis um mitt sumar 2015 og þeir hafa verið í algjöru lykilhlutverki hjá liðinu síðan þá. Þeir gefa liðinu mikið sóknarlega ogm mikið mun mæða á þeim í sumar. Víðismönnum gekk mjög vel á undirbúningstímabilinu en liðið fór í úrslit í B-deild Lengjubikarsins þar sem það mætir Njarðvík eftir helgi. Heimavöllurinn ætti að verða drjúgur en Víðismenn unnu ellefu af tólf leikjum sínum í Garðinum í fyrra í deild og bikar auk þess sem stemningin fyrir fótboltanum er mikil þar í bæ.

Veikleikar: Fáir leikmenn í liðinu hafa reynslu af því að spila í 2. deildinni og spurning er hvernig gengur að taka stökkið upp úr 3. deildinni. Breiddin í hópnum hefur verið lítil í vetur en Víðismenn voru aldrei með fullskipaðan leikmannahóp í leikjunum í Lengubikarnum. Þrátt fyrir gott gengi í Lengjubikarnum þá hafa Víðsmenn fengið mörg mörk á sig. Rót hefur verið á vörninni á undirbúningstímabilinu og varnarleikurinn er ákveðið spurningamerki.

Lykilmenn: Aleksandar Stojkovic, Helgi Þór Jónsson og Milan Tasic.

Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis:
„Ég átti von á því að það væri jafnvel neðar sem okkur Víðismönnum yrði spáð. Liðið kom upp úr 3. deildinni sl. sumar þar sem Víðismenn náðu mjög góðum árangri með sterkan og samheldan hóp. Bakland, stjórnarmenn ásamt þjálfara í Garðinum unnu þrekvirki með því að komast upp um deild sl. sumar og ekki má gleyma framlagi leikmanna liðsins. Deildin sem er framundan er mun erfiðari en 3. deildin. Bara ein staðreynd að fjöldi liða eru 12 Það þýðir að fjöldi leikja er 22 en ekki 18. Önnur staðreynd tímabilið er lengra og ferðalögin fleiri. Það gerir það að verkum að lið í 2. deild þurfa að vera vel mönnuð og hafa nægan fjölda leikmanna til þess að geta tekist á við þetta stóra verkefni sem 2. deildin er. Vorið er komið og sumarið að skella á. Er mikil tilhlökkun hjá okkur í Garðinum að reyna okkur í 2. deildinni þetta árið. Okkar markmið eru skýr. Við í Garðinum ætlum að láta reyna á okkur í sumar og keppa við þá bestu í deildinni um að vera í baráttu allt til loka móts um efstu sætin í deildinni."

Komnir:
Alexander Bjarki Rúnarsson frá Keflavík
Andri Þór Rúnarsson frá Keflavík
Arnór Smári Friðriksson frá Keflavík
Ási Þórhallsson frá Keflavík á láni
Breki Einarsson frá Þrótti R. á láni
Daníel Rögnvaldsson frá Hamri
Guðmundur Marinó Jónsson frá Keflavík
Jón Tómas Rúnarsson frá Þrótti V.
Róbert Freyr Samaniego frá Reyni S.
Trausti Marel Guðmundsson frá Ægi
Unnar Már Unnarsson frá Keflavík
Þorgils Gauti Halldórsson frá Keflavík

Farnir:
Arnar Freyr Smárason hættur
Árni Gunnar Þorsteinsson hættur
Baldur Hrannar Einarsson í Reyni Sandgerði
Björn Bergmann Vilhjálmsson hættur
Einar Karl Vilhjálmsson hættur
Ívar Gauti Guðlaugsson í GG
Sigurður Þór Hallgrímsson í Njarðvík
Tómas Jónsson hættur
Viktor Gíslason hættur
Vilhelm Bergmann BJörgvinsson hættur

Fyrstu leikir Víðis
6. maí Víðir – Höttur
13. maí Vestri –Víðir
20. maí Víðir – Fjarðabyggð
Athugasemdir
banner
banner
banner