Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 13:27
Magnús Már Einarsson
FH reynir við Salquist - Cameron enn þá til skoðunar
Tobias Salquist.
Tobias Salquist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er að reyna að klófesta danska varnarmanninn Tobias Salquist. 433.is greinir frá þessu.

Salquist spilaði vel með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra en hann var þá á láni frá Silkeborg í Danmörku.

Tobias hefur lítið spilað með Silkeborg að undanförnu og FH er að reyna að krækja í hann.

FH hefur verið í leit að varnarmanni og sú leit varð ennþá grimmari í vikunni þegar ljóst var að Kassim Doumbia missir af byrjun tímabils vegna meiðsla.

Kyle Cameron, varnarmaður Newcastle, hefur verið til skoðunar hjá FH og félagið er einnig að skoða möguleikann á að fá hann.

„Það er ekki ennþá búið að taka ákvörðun með hann en það verður vonandi á næstu dögum," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net í dag.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner