Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 28. apríl 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Garðar Gunnlaugs missir líklega af leiknum gegn FH
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Garðar tók gullskóinn í fyrra.
Garðar tók gullskóinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn þurfa líklega að vera án markahróksins Garðars Gunnlaugssonar í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Liðið mætir FH á sunnudaginn.

„Ég gæti misst af leiknum en ég er að gera mitt besta. Það er eitthvað vesen í bakinu sem leiðir niður í nára. Ég er að vinna með sjúkraþjálfara og kírapraktór til að reyna að kippa þessu í lag," segir Garðar sem er orðinn fyrirliði ÍA eftir að Ármann Smári Björnsson lagði skóna á hilluna vegna meiðsla.

„Það er leiðinlegt að hafa æft í allan vetur og svo gerist svona korter í mót. Þetta er hörkuverkefni gegn FH í fyrsta leik en þrátt fyrir að ég verði kannski ekki með þá hef ég ekki áhyggjur af því að strákarnir leysi þetta ekki. Við höfum unga og efnilega stráka."

ÍA hefur misst algjöra lykilhlekki frá því í fyrra. Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson er meiddur og Ármann og Iain Williamson horfnir á braut.

„Þetta hefur verið súrrealískur vetur hjá okkur og margir að detta í meiðsli hér og þar. En ungu strákarnir hafa verið að fá fullt af tækifærum og svo höfum við fengið þrjá sterka pósta í þessum útlendingum sem hafa komið. Þeir hafa smollið vel inn í hópinn."

Garðar skoraði 14 mörk í Pepsi-deildinni í fyrra, er hann búinn að setja sér markmið fyrir sumarið?

„Markmiðið er alltaf að gera betur en í fyrra," segir Garðar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner