Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 22:30
Dagur Lárusson
Jese: Griezmann ekki nógu góður fyrir Real
Jese í leik með Real Madrid
Jese í leik með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Jese Rodriguez, leikmaður PSG og fyrrum leikmaður Real Madrid, sagði í viðtali að Antonio Griezmann væri ekki nógu góður fyrir sitt fyrrum lið.

Griezmann hefur stanslaust verið orðaður við för frá Atletico Madrid síðustu vikur og hafa Real Madrid og Manchester United verið talin líklegustu áfangastaðir hans.

Jese Roriguez, sem var seldur frá Real síðasta sumar, telur þó Griezmann ekki nógu góðan fyrir Evrópumeistaranna.

„Nei, það er nú þegar fullt af leikmönnum í því liði sem ég tel vera betri en hann,” sagði Jese.

„Í fótbolta þá veist þú aldrei hjá hvaða liði þú munt enda, en ég tel ekki vera miklar líkur á því að hann fari til Real Madrid.”
Athugasemdir
banner
banner
banner