Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. apríl 2017 22:26
Dagur Lárusson
Heimild: KSÍ 
Kristófer Páll í Fylki (Staðfest)
Kristófer Páll getur spilað með Fylki á morgun.
Kristófer Páll getur spilað með Fylki á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kristófer Páll Viðarsson er genginn til liðs við Fylki frá KA eftir að hafa verið á láni hjá liðinu frá Víking R.

Kristófer er tvítugur kantamaður en hann sló í gegn með Leikni Fáskrúðsfirði í Inkasso-deildinni í fyrra þegar hann skoraði tíu mörk.

Fjögur af mörkunum komu í 7-2 sigri Leiknis á HK í lokaumferðinni en Fáskrúðsfirðingar björguði sæti sínu þá á markatölu.

Kristófer er uppalinn á Fáskrúðsfirði en hann samdi við Víking árið 2015. Síðan þá hefur hann farið til Leiknis á láni á sumrin.

Kristófer getur spilað sinn fyrsta leik með Fylki gegn Vatnaliljunum í Bikarnum á morgun. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í fyrra og leikur í Inkasso-deildinni í sumar.

Komnir:
Aron Snær Friðriksson frá Breiðabliki
Bjarni Þórður Halldórsson frá Aftureldingu
Davíð Þór Ásbjörnsson frá Þrótti R.
Hákon Ingi Jónsson frá HK
Kristófer Páll Viðarsson frá KA

Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í ÍBV
Arnar Bragi Bergsson í Oddevold
Garðar Jóhannsson í KR
Marko Pridigar
Ragnar Bragi Sveinsson í Víking R.
Reynir Haraldsson í ÍR
Sito til Ottawa Fury
Sonni Ragnar Nattestad í FH (Var á láni)
Tonci Radovnikovic til Möltu
Víðir Þorvarðarson í Þrótt
Athugasemdir
banner
banner