Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. apríl 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið ÍA og FH
Sunnudagur klukkan 17
Nær Tryggvi Hrafn að skora gegn Íslandsmeisturunum.
Nær Tryggvi Hrafn að skora gegn Íslandsmeisturunum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Robert Menzel er í hjarta varnarinnar.
Robert Menzel er í hjarta varnarinnar.
Mynd: ÍA
Robbie Crawford.
Robbie Crawford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn. Flautað verður til leiks á Skaganum klukkan 17.

Þetta verður erfitt verkefni fyrir Skagamenn sem leika að öllum líkindum án Garðars Gunnlaugssonar sem er að glíma við meiðsli í baki sem leiða niður í nára.

Fótbolti.net spáir því að Skagamenn verði í útgáfu af 4-5-1 leikkerfinu í þessum leik gegn FH-ingum þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson verði í fremstu víglínu. Pressa er á Tryggva að fara að skila fleiri mörkum en hann gerði aðeins eitt mark í fyrra.

Þrír nýir erlendir leikmenn eru í líklegu byrjunarliði ÍA, þar á meðal pólski miðvörðurinn Robert Menzel sem fær það risastóra verkefni að reyna að fylla skarð Ármanns Smára Björnssonar.

Á bekknum hefur ÍA svo unga og efnilega stráka sem eru þyrstir í að sýna sig og sanna.



Spennandi verður að sjá hvort FH leiki 4-3-3 eða 3-4-3 í leiknum. Vel hefur gengið í síðarnefnda kerfinu í vetur en Heimir Guðjónsson sagði að liðið hefði leikið sitt klassíska 4-3-3 gegn Val því hann hafi ekki átt mannskap í fyrrnefnda kerfið. Kassim Doumbia missir allavega af fyrstu tveimur leikjum mótsins.

Heimir á þó þann möguleika að hafa Böðvar Böðvarsson og Jonathan Hendrickx í öftustu línu og við veðjum á að Íslandsmeistararnir leiki 3-4-3.

Á miðjunni eru Skotinn Robbie Crawford og Emil Pálsson í harðri baráttu um sæti í liðinu. Crawford hefur litið vel út og líklegt að hann byrji á Skaganum.

Fremstu þrír eru svo hlaðnir gæðum og flestir spá eðlilega útisigri í þessum leik.



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner