Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. apríl 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Líkleg byrjunarlið ÍBV og Fjölnis
Sunnudagur klukkan 17
Byrjar Gunnar Heiðar eða verður hann á bekknum?
Byrjar Gunnar Heiðar eða verður hann á bekknum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Felix Örn Friðriksson er einn af þremur vinstri bakvörðum sem Eyjamenn eiga.
Felix Örn Friðriksson er einn af þremur vinstri bakvörðum sem Eyjamenn eiga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir og Ingimundur byrja hjá Fjölni.
Þórir og Ingimundur byrja hjá Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Herra Fjölnir hefur verið talsvert frá keppni í vetur.
Herra Fjölnir hefur verið talsvert frá keppni í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og Fjölnir mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 17:00 á sunnudag.



ÍBV hefur ekki spilað æfingaleik síðan fyrir páska. Liðið hefur síðan þá æft af krafti á grasi í Vestmanneyjum. Hryggurinn í varnarlínunni er sá sami og í fyrra og í hægri bakverðinum er Jónas Þór Næs.

Líklegt er að hinn ungi Felix Örn Friðriksson verði í vinstri bakverði. Breiddin er þó mikil í þeirri stöðu en þeir Matt Garner og Jón Ingason koma einnig til greina.

Eyjamenn hafa verið að spila 4-4-2 en helsta óvissan snýr að því hver mun byrja á vinstri kantinum. Hinn sænski Viktor Adebahr hefur ekki náð að heilla Eyjamenn á undirbúningstímabilinu en hann hefur spilað á vinstri kanti. Líklegast þykir að hinn danksi Mikkel Maigaard Jakobsen byrji á kantinum en Alvaro Montejo Calleja kemur þó líka til greina.

Arnór Gauti Ragnarsson verður í fremstu víglínu og líklegast er að Alvaro verði með honum þar. Reynsluboltinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson gæti líka byrjað. Gunnar var lítið með í vetur vegna meiðsla en hann spilaði 90 mínútur í síðasta æfingaleik Eyjamanna fyrir þremur vikum.



Vörnin hjá Fjölni er breytt síðan í fyrra. Viðar Ari Jónsson og Tobias Salquist eru horfnir á brautt. Fjölnir hefur verið í leit að hægri bakverði en hann hefur ekki fundist. Hinn 18 ára gamli Torfi Tímoteus Gunnarsson fær því sénsinn í Eyjum. Króatíski miðvörðurinn Ivica Dolzan spilar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni um helgina en hann kom til Fjölnis í vetur.

Fjölnir ætlar líka að spila 4-4-2 og líklegast er að Marcus Solberg og Þórir Guðjónsson spili frammi. Ægir Jarl Jónasson kemur þó til greina þar sem og í miðjustöðurnar.

Igorarnir, Igor Jugovic og Igor Taskovic, verða líklega saman á miðjunni. Gunnar Már Guðmundsson, herra Fjölnir, hefur lítið verið með vegna meiðsla en hann gerir líka tilkall í byrjunarliðið þegar hann er heill.

Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið fyrir leikinn í Eyjum á sunnudag.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner