Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. apríl 2017 07:15
Magnús Már Einarsson
Skráning í Barcelona skólann á Íslandi hefst í dag
Knattspyrnuskóli Barcelona fyrir stráka og stelpur á Íslandi í sumar
Úr skólanum í fyrra.
Úr skólanum í fyrra.
Mynd: Fótboltaskóli FC Barcelona
Í annað sinn býður Barcelona í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands upp á æfingabúðir hér á Íslandi.

„Í fyrra valdi​ FCB, eitt öflugasta íþróttafélag heims, Ísland til að bjóða eingöngu stúlkum, í fyrsta sinn, upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjál​farar félagsins þjálfuðu þátttakendur eftir hinu fræga æfingakerfi ​Barça ​og miðluðu um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara," segir í fréttatilkynningu.

„Gerður var góður rómur að æfingabúðunum og bæði þátttakendur og foreldrar þeirra lýstu yfir mikilli ánægju."

„Nú hefur FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands, ákveðið að bjóða einnig upp á æfingabúðir fyirr íslenska pilta á aldrinum 10-16 ára."

„Æfingabúðirnar verða á Valsvellinum dagana 18.-22. júní fyrir pilta og 24.-28. júní fyrir stúlkur. Þeim lýkur með hófi þar sem góðir gestir frá Barcelona mæta.​"


Skráning í æfingabúðirnar, sem ætlaðar eru börnum á aldrinum 10-16 ára, hefst föstudaginn 28. apríl kl. 10:00. Reiknað er með að færri komist að en vilja og þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst á skráningarsíðu Knattspyrnuakademíu Íslands.

Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingagalla og fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner