Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. apríl 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn um helgina - Sverrir Ingi getur fallið
Fellur Sverrir Ingi um helgina?
Fellur Sverrir Ingi um helgina?
Mynd: Getty Images
35. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar verður spiluð um helgina og getur verið að tvö lið muni falla úr deildinni um helgina.

Umferðin hefst í kvöld með leik Villarreal og Sporting Gijon.

Sverrir Ingi Ingason og félagar í Granada þurfa nauðsynlega að vinna Real Sociedad á útivelli á morgun ætli liðið að halda sér í deildinni. Tapi liðið, mun það falla úr deildinni.

Real Madrid fær Valencia í heimsókn í hörkuleik og þá mætast nágrannarnir Espanyol og Barcelona í baráttunni um Barcelona borg.

Á sunnudag fara fram fjórir leikir, og þar getur Osasuna fallið, en liðið þarf að vinna alla leikina sem það á eftir til þess að bjarga sér.

Umferðinni lýkur á mánudag með leik Malaga og Sevilla.

Föstudagur 28. apríl
18:45 Villarreal - Sporting Gijon

Laugardagur 29. apríl
11:00 Real Sociedad - Granada
14:15 Real Madrid - Valencia
16:30 Las Palmas - Atletico Madrid
18:45 Espanyol - Barcelona

Sunnudagur 30. apríl
10:00 Osasuna - Deportivo La Coruna
14:15 Real Betis - Alaves
16:30 Eibar - Leganes
18:45 Celta Vigo - Athletic Bilbao

Mánudagur 1. maí
19:00 Malaga - Sevilla
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Lokomotiv 24 9 11 4 38 31 +7 38
4 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
5 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 24 9 6 9 20 29 -9 33
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner
banner
banner