Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. apríl 2017 21:40
Dagur Lárusson
Spánn: Villareal fór létt með Sporting
Soldado var á skotskónum.
Soldado var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Villareal 3 - 1 Sporting Gijon
1-0 Roberto Soldado (33')
2-0 Cedric Bakambu (47')
3-0 Cedrid Bakambu (59')
3-1 Douglas (73')

Það var einn leikur sem að fór fram í Spænsku deildinni í kvöld. Villareal tók á móti Sporting Gijon.

Það var fyrrum leikmaður Tottenham, Roberto Soldado, sem að skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu.

Cedric Bakambu skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleiknum, það fyrra á 47. mínútu og það seinna á 59. mínútu.

Douglas, leikmaður Sporting Gijon, náði að klóra í bakkann fyrir gestina á 73. mínútu en lengra komust þeir ekki. Lokatölur því 3-1 fyrir Villareal.

Sporting Gijon eru í bullandi fallbaráttu og hefði virkilega þurft á sigri að halda í kvöld en liðið situr í 18. sæti með 24 stig. Villareal er hinsvegar í 5. sæti, 5 stigum á eftir Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner